Sesselja H.

Sesselja Hlín.

Fánamálið

„Ég er fædd á spítalanum á Seyðisfirði og bjó hér til sjö ára aldurs eða þar til við mamma fluttum í bæinn. En ég kom hingað öll jól og sumur til afa og ömmu en fyrir tíu árum flutti ég alfarið til Seyðisfjarðar og tók við félagsheimilinu með Celia Harrisson og hef verið hér síðan.

Fljótlega eftir 7. Október fannst mér ég sjá í hvað stefndi og las á milli línanna að Netanyahu var ekki að ráðast á Palestínu til þess að hefna sín á Hamas. Hann var örugglega að gera eitthvað sem hann hafði ætlað sér lengi sem var að þurrka út palestínsku þjóðina. Mér fannst ekki nóg að deila efni á Instagram þannig að ég ákvað að flagga palestínska fánanum fyrir framan Herðubreið sem er félagsheimilið okkar. Fáninn fékk þó að hanga í mánuð áður en ég fékk hringingu og mér gert að taka þennan „Hamas“ fána niður. Frekar kuldalegt samtal. Ég sagði: „Nei, ef þið viljið taka fánan niður þá verðið þið að gera það sjálf!“ Tveim dögum síðar var fáninn horfin. Við það leið mér einstakleg illa og það vakti með mér óöryggi að einhver úr þessu litla samfélagi sem ég kannski þekkti hafði farið á milli og tekið niður alla palenstínska fána í bænum. Þetta var í skjóli nætur og það var ekki einungis minn fáni sem hvarf þessa sömu nótt. Í reiði minni fór ég vildi ég segja frá þessu. Austurfrétt tók við mig viðtal sem vakti athygli og fékk um ellefu hundrað deilingar og 180 komment en mörg þeirra ef ekki helmingur voru hreinlega mjög hatursfullar færslur. Ég sá ekki eftir þessu afþví ég var örugg með minn málstað en þetta snerti mig vissulega. Mér fannst heimurinn í einni svipan vera óhugnanlegur staður og ekki síður  vegna þess að fólk sem ég þekkti sjálf var farið að standa með þjóðarmorði. Mér leið í langan tíma einsog ég væri ekki örugg hvorki hérna á Seyðisfirði né annars staðar. Bara þetta að mega ekki flagga fána Palestínu og standa með valdalausu fólki gerði mig bæði óörugga og reiða. 

Þetta fánamál átti eftir að draga dilk á eftir sér. Á fundi Múlaþings urðu heitar umræður þar sem fólk öskraði hvort á annað og í framhaldinu var fánareglunum hreinlega breytt. Ég var virkilega miður mín yfir þessu. Ég skildi ekki neitt. Afhverju stöndum við ekki saman þegar verið er að myrða börn og konur? Sturlað að horfa á þennan bæjarfund en þetta er allt hægt að sjá á netinu. Reglan í dag er sú að það má aðeins flagga íslenska fánanum og það á tyllidögum. 

Ég var svo reið afþví mér fannst einsog verið væri að taka af mér bæði málfrelsi og tjáningarfrelsi. Ég keypti límmiða af melónum fyrir 60 þúsund krónur og límdi allan hringin í kringum húsið. Fánin fékk að hanga áfram uppi á efri hæðum félagsheimilisins þar sem lýðháskólinn Lunga er til húsa. Þau gátu ekki tekið hann niður afþví skólinn leigir af sveitinni en ég er bara rekstraraðili félagsheimilisins á neðri hæðinni og því með takmarkaðann rétt yfir húsinu. 

Hér á Seyðisfirði hefur baráttan þar fyrir utan ekki verið hávær. Lungnaskólinn skipulagði nokkur mótmæli en bæjarbúar voru ekki að mæta á þau. Við Sigga prestur ákváðum að halda friðargöngu sem endaði með bænastund fyrir utan kirkjuna en Lungnahátíðin sem var haldin hérna í síðasta sinn í fyrra sumar stóð fyrir stærri mótmælum. Þá var gengið með fána hringinn í kringum bæinn undir öskrunum frá amerískum túristum af skemmtiferðaskipunum. 

Reiði mín beinist gegn þessum ríku köllum sem vilja bara verða ríkari. Þetta eru kallar sem aldrei hafa þurft að hafa neitt fyrir lífinu en ráða heiminum í dag. Þeir dreifa hatri og fyrirlitningu á konum og hinsegin fólki og skaða þá mannréttindabaráttu sem hefur þróast síðustu 60 árum. Mér finnst óhugnanlegt að þetta sé heimurinn sem við búum við í dag.“ 

Sesselja Hlín Jónasardóttir, framkvæmdastjóri.



Previous
Previous

Saraa

Next
Next

Ragnheiður S.